Skilmálar

Skilafrestur: 

Skilafrestur í netverslun okkar er 14 dagar. Einungis er hægt að skila vörum sem eru ónotaðar, óþvegnar, enn með miðanum á og/eða enn í upprunalegum umbúðum (eðlilega er ekki hægt að skila notuðum vörum). Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt innan 14 daga frá staðfestum kaupum. Endurgreiðsla fer fram þegar varan er komin aftur til okkar og hefur verið metin endurgreiðsluhæf. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Ef þú vilt skila eða skipta vöru sem þú keyptir hjá okkur þá er einfaldast að senda okkur skilaboð á facebook síðunni okkar, en einnig er hægt að senda okkur e-mail á mania.verslun@gmail.com. 

Útsöluvörum, undirfatnaði, eyrnalokkum, septum lokkum (ekta og fake), naflalokkum, neflokkum, tungulokkum, geirvörtulokkum og öðru body-skarti fæst hvorki skilað né skipt.

 

Sendingarskilmálar: 

ATH: Pantanir í desember verða póstsendar: 3, 10, 17 og 28. desember  *Allar pantanir þurfa að berast 1 degi fyrir póstsendingardag til að vera póstsendar þann daginn eða fyrir kl 21:00 á sunnudegi.

Allar vörur eru póstsendar með Íslandspósti og gilda því viðskiptaskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Manía (Vintage.ehf) ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.

Enginn trygging er á vörum sem sendar eru sem bréfpóstur og tökum við því enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi eða ef varan glatast hjá Íslandspósti!

*Það kemur ör sjaldan fyrir að sendingar tefjist um 1-2 virka daga! 

 

Greiðslufyrirkomulag: 

Hægt er að velja um að greiða með kreditkorti, debetkorti, millifærslu eða Netgíró. Þegar greitt er með Netgíró sendum við pöntunina strax af stað til þín eins og greitt hafi verið með kreditkorti, en þú færð greiðsluseðil sendann í heimabankann þinn sem greiða þarf innan 14 daga. Nánari upplýsingar um Netgíró og viðskiptaskilmála þeirra má finna á vefsíðu þeirra.

Ef valið er að greiða með millifærslu er nauðsynlegt að heildarupphæðin sé greidd inn á reikninginn sem gefinn er upp innan klukkustundar frá því að pöntunin er staðfest, annars fellur hún niður og við getum ekki ábyrgst að hægt sé að afgreiða hana. Einnig biðjum við að nafn greiðanda sé sett í "upplýsingar" dálkinn þegar pöntunin er skráð ef greiðandi er annar en viðtakandi pöntunarinnar.

Netverslun Maníu tekur við kreditkortum frá Visa og Mastercard og notast við örugga greiðslugátt frá Valitor á Íslandi. Valitor veitir þriðja aðila aldrei kortaupplýsingar og þar með talið starfsmönnum Maníu.

 

Vörur: 

Við leggjum okkur fram við að sýna allar vörurnar okkar í réttum litum, en það er hinsvegar útilokað að ábyrgjast að vörurnar birtist eins hjá öllum vegna mismunandi birtu- og litastillinga á tölvuskjám.

Ef svo ólíklega vill til að vara reynist gölluð er best að hafa samband við okkur sem fyrst og við útvegum nýja vöru eins fljótt og mögulegt er.

 

Trúnaður og Persónuupplýsingar: 

Manía veitir aldrei þriðja aðila persónuupplýsingar viðskiptavina sinna. Fyllsta trúnaði heitið við meðferð allra gagna.

Mania.is - 2014